Fara í efni

Ný og spennandi Galleri 17 í Smáralind

Tíska - 29. apríl 2021

Galleri 17 opnaði nýja og sjúklega smart verslun í Smáralind á dögunum. Við tókum markaðsstjóra NTC, Töniu Lind, tali og fengum að vita hvað er spennandi framundan hjá 17-genginu.

Tania Lind Fodilsdóttir er markaðsstjóri NTC en hún er með gríðarmikla reynslu úr tískubransanum. Hún stundaði nám við London College of Fashion þar sem hún tók BA í Fashion Marketing og vann að skemmtilegum verkefnum með þekktum vörumerkjum á borð við John Lewis, Nobody´s Child og Ted Baker. Með skóla var hún í starfsnámi hjá ThreeSixty sem er stofa sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu og almannatengslum. Þar vann hún meðal annars fyrir vörumerki á borð við Campari, Lacoste og Evian Water. Eftir heimkomu byrjaði Tania í mastersnámi en hún hefur unnið hjá NTC allar götur síðan. Hún segir vinnuna einstaklega skemmtilega þar sem enginn dagur er eins. Síðustu misseri hefur verið nóg að gera við að undirbúa opnun nýrrar verslunar Galleri 17 í Smáralind.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Galleri 17. Við erum að færa okkur um sess í Smáralindinni og opnum glænýja og glæsilega Galleri 17 verslun á annarri hæð. Við erum búin að vinna hart að þessu síðan í vetur svo við erum orðin ótrúlega spennt að opna búðina fyrir viðskiptavinum okkar.

Tania Lind Fodilsdóttir, markaðsstjóri NTC.
Galleri 17 opnaði í Smáralind árið 2009 og eftir tólf góð ár þar fannst okkur tími til kominn að breyta aðeins til. Nýja verslunin verður meira í takt við strauma og stefnu nútímans. Hún er mínimalísk og opin og hönnunin er innblásin af náttúrunni, þar sem grænar plöntur í takt við stílhreinar innréttingarnar sýna fatnað og fylgihluti á sem bestan hátt. 
Samsøe Samsøe.

Verið velkomin í heimsókn í nýja Galleri 17 í Smáralind!

Samsøe Samsøe.

En hvaða sumartrendi er Tania Lind spenntust fyrir?

 Vor- og sumartískan verður einstaklega skemmtileg í ár. Með hækkandi sól viljum við klæða okkur í bjartari liti og sumartískan undirstrikar það. Í kvenfatnaði eru fallegir pastellitir ásamt brúnum tónum áberandi en við sjáum einnig mikið af ljósum og brúnum tónum hjá herrunum. Gallabuxur eru áberandi hjá öllum kynjum og mikið er um útvítt hjá dömunum í hversdagsbuxum. Falleg mynstur í „mesh“ efni og allskyns kjólar með silkiáferð. Dragtir sem hægt er að nota við fínni tilefni eru einnig notaðar hversdags við strigaskó og stuttbuxur jafnvel notaðar við dragtarjakkann. Mokkasíur af öllum toga eru mjög áberandi í skóvali og það sem hefur ekki klikkað síðustu ár eru hvítir strigaskór fyrir alla.

Hvað er möst í fataskápinn í sumar að þínu mati?

Flott suit eru alltaf ómissandi í fataskápinn, við erum með svo ótrúlega flott og töffaralegt sett frá Samsøe Samsøe, sem heitir Hoys. Svo eru léttir kjólar, töffaralegar galllabuxur og flottir blazerar alltaf ómissandi yfir vor- og sumarmánuði. Mokkasíur verða áberandi í sumar og við erum með ótrúlega flott úrval af þeim í GS Skór.

Hvað er að koma nýtt og spennandi í búðir?

Það eru spennandi nýjungar á döfinni en við munum til að mynda kynna ný dömu- og herramerki í haust – erum mjög svo spennt að kynna þessi flottu merki fyrir okkar viðskiptavinum.

Nýtt og spennandi fyrir hana

Nýtt og spennandi fyrir hann

Þessi sumarlegi kjóll úr smiðju Samsøe Samsøe er á óskalistanum okkar á HÉRER. Hann fæst í Galleri 17 í Smáralind.

Verið velkomin í nýja Galleri 17 á annarri hæð við hlið Air í Smáralind.

Meira úr tísku

Tíska

Stílistinn okkar velur það flottasta á útsölu

Tíska

Brúðarkjólatískan 2022

Tíska

Flottustu og fjölhæfustu dragtirnar

Tíska

40 sætustu sundfötin sumarið 2022

Tíska

10 beisik en ekki boring flíkur og fylgihlutir til að fjárfesta í fyrir sumarið

Tíska

Fjölhæfasta flíkin í fataskápnum

Tíska

Sumartískan-þetta er það eina sem þú þarft!

Tíska

Þetta trend er allstaðar!