Fara í efni

Risatrend í stærstu tískuborgum heims

Tíska - 9. september 2021

Við stúderuðum götutískuna í París, Mílanó og New York og komumst að því að eitt risatrend er gegnumgangandi rauður þráður. Hér er skúbbið!

Ef eitthvað er að marka tískufyrirmyndir stærstu tískuborga heims, á borð við Mílanó, París og New York er leður málið í haust.

Geggjaður, boxí leddari sem öskrar lúxus á þessari New York-dömu!
Við látum okkur dreyma um þennan frá Weekday!

Leðurblazer

Hrikalega fallegur leðurblazer á þessari gullfallegu konu á götum Mílanóborgar.
Gul sólgleraugu og seventís-stíllinn á upp á tískupallborðið í haust. Mynd: IMAXtree.

Gul sólgleraugu

Leðurkápa

Það er eitthvað mjög Matrix-legt við leðurkápu en stíllinn getur líka verið einstaklega chic.

Ljóst leður er líka einstaklega smart og falleg tilbreyting.

Þessar tvær eru með stílinn alveg á hreinu. Myndir: IMAXtree.

Mótorhjólastígvél

Eru möst í vetur.

Krókódíla-effekt

Hér má sjá fyrirsætu á strolli á götum Parísarborgar í leðurjakka með krókódílamynstri. Mynd: IMAXtree.

Leðurbuxur

Leðurbuxurnar halda velli í haust, hvort sem þær eru beinar niður eða leggings, sem lengja óneitanlega útlit leggjana þegar paraðar við leðurhæla.

Dass af leðri

Leðurvesti og leðurtoppar eru nýstárleg leið til að rokka upp á átfittið og „layera“ á frumlegan máta.

Popp af lit

Kryddaðu heildarmyndina með fallegri handtösku í spennandi lit.

Hin alræmda Bottega Veneta-taska í aksjón á götum Parísarborgar. Myndir: IMAXtree.

Meira úr tísku

Tíska

Megabeibin í Mílanó

Tíska

Skrautleg götutíska á tískuviku í London

Tíska

Skórnir og stígvélin sem stílistinn okkar veðjar á í haust

Tíska

Steldu stílnum frá stílstjörnunum

Tíska

Best klæddu konurnar á tískuviku í New York

Tíska

Buxurnar sem svölu stelpurnar klæddust á tískuviku í New York

Tíska

Allt sem þú þarft að vita um hausttrendin 2022

Tíska

Nýjar skólínur frá Dóru Júlíu og Andreu Röfn