Támjó leðurstígvél
Leðurstígvél í haust, hversu byltingakennd hugmynd, ekki satt? En svona í alvöru talað þá skulum við bara byrja á því augljósa. Vönduð, támjó leðurstígvél eru möst í fataskápinn í haust enda ganga þau við allt, alltaf.
Leðurstígvél í haust, hversu byltingakennd hugmynd, ekki satt?
Hvít og heit
Hvít stígvél gefa okkur seventís væb og við erum að fíla það. Þið megið alveg búast við því að sjá þetta trend poppa upp með krafti í haust.
Kúrekaþema
Svölu stelpurnar eru þekktar fyrir að rokka kúrekastígvél, muniði hvað Kate Moss var alltaf kúl í þeim við mínípils í denn? En kúrekastígvélin eiga enn á ný upp á tískupallborðið og þetta kann Dj Dóra Júlía að meta sem hannaði nokkrar smart týpur fyrir skóframleiðandann Jodis sem seldar eru í Kaupfélaginu, Smáralind.
Kúrekastígvélin eiga enn á ný upp á tískupallborðið og þetta kann Dj Dóra Júlía að meta sem hannaði nokkrar smart týpur fyrir skóframleiðandann Jodis sem seldar eru í Kaupfélaginu, Smáralind.
Mótorhjólastíll
Það er eitthvað ótrúlega töff við mótorhjólastígvél, kúlfaktorinn fer upp um mörg stig sama hversu elegant dressið er. Stígvél með mótorhjólabrag eru enn á ný hámóðins.
Mokkasínur
Mokkasínur hafa verið vinsælar síðustu árin. Í haust eru þær gjarnan með grófum botni og með silfur-eða gulllitu skrauti.
Silfur
Silfrið er ekki í öðru sæti í haust ef marka má stærstu tískuhús heims.
Silfrið er ekki í öðru sæti í haust!
Sky high
Upphá stígvél, og þá erum við að tala um mjööög upphá stígvél eru hámóðins. Hugsið t.d um Juliu Roberts í Pretty Woman-há stígvél.