Fara í efni

Stílisti velur girnilegustu haustflíkurnar

Tíska - 21. október 2021

Við fáum vatn í munninn yfir súkkulaðibrúnu leðri, ólífugrænum prjónapeysum og rauðvínslituðum fylgihlutum. Stílistinn okkar er með puttann á tískupúlsinum og sýnir okkur brot af því besta úr hausttískunni.

Háklassa súkkulaði

Það er eitthvað við súkkulaðibrúnt leður sem fær okkur til að fá vatn í munninn!

Gleraugu sem rötuðu beint á óskalista stílistans okkar! Dior, Optical Studio, 66.800 kr.

Ólífugrænt

Súkkulaði og ólífur, er það ekki eitthvað?

Það er eitthvað ótrúlega girnilegt og rándýrt við grænar neglur á þessum árstíma sérstaklega. @betinagoldstein.

Allt er vænt sem vel er grænt…

Löðrandi lúxus

Ljósar, beis- og kamellitaðar flíkur og fylgihlutir sem klæðst er frá toppi til táar er hámóðins þessa tíðina.

Einn af okkar uppáhalds haustilmum er hinn kynþokkafulli Libre sem kemur úr smiðju YSL. Hann dansar fullkomlega á línu þess kvenlega og kærlæga.

Red, Red Wine

Við fílum það svolítið rauðvínslegið í vetur og dökkt og dulúðlegt, að vanda.

Smá Valentino Rockstud-fílingur á þessum fyrir brotabrot af verðinu! Zara, 8.495 kr.
Ein af mest notuðu flíkunum okkar eru þunnir ullarbolir sem ganga við allt og undir allt og halda á okkur hita á köldum vetrarmorgnum. Lindex, 7.999 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Trendin á tískuviku

Tíska

Ný samstarfslína Vero Moda og áhrifavaldsins Mathilde Gøhler fyrir mæðgur

Tíska

Stjörnu­stílistar spá fyrir um tískutrend haustsins

Tíska

Hausttískan í H&M hefur aldrei verið flottari

Tíska

Erum við í alvöru til í þessa tísku aftur?

Tíska

25% afmælisafsláttur í Esprit-lítum um öxl

Tíska

Á óskalista stílista fyrir haustið

Tíska

Heitasti tískulitur haustsins 2023