Fara í efni

Zara með vefverslun á Íslandi

Tíska - 12. nóvember 2020

Við erum ekki að ýkja þegar við segjum að dagurinn í dag sé að okkar mati einn sá allra mest spennandi í sögu verslunar á Íslandi. Zara er komin með íslenska vefverslun í loftið!

Í dag opnaði Zara vefverslun sína á Íslandi. Með opnuninni er Zara að marka viss þáttaskil í alþjóðlegri sókn sinni þegar kemur að netverslun á þeim svæðum þar sem Inditex, móðurfélag Zara, er á markaði. Á vefsíðunni zara.com/is geta viðskiptavinir á Íslandi nálgast allan fatnað og varning fyrir dömur, herra og börn sem fáanlegur er á því markaðssvæði sem Zara á Íslandi starfar. Hér er það sem HÉRER-teyminu líst best á.

Kósígalli par excellence

Því hvað er nauðsynlegra í fataskápnum árið 2020?

Zara hefur masterað kósígallann enda verður hann að teljast mest notaða flíkin í fataskápnum þetta árið! Buxurnar og peysan eru hvort um sig á 6.495 kr.

Þessi peysa vakti strax athygli okkar stelpnanna á HÉRER. Öxlin er líkamspartur sem fær ekki næga athygli í sviðsljósinu að okkar mati en er munúðarfull með meiru.

Síðar og sætar og kósí í vetur.

Sexí joggingföt.

Hafið þið heyrt um eitthvað unaðslegra en kasmírskó? Okkur langar að búa í þessum og gefa öllum eitt par í jólagjöf! Zara, 12.995 kr.

Yfirburða yfirhafnir

Næstmikilvægasta flíkin í fataskápnum, augljóslega.

Mínimalísk kápa í yfirstærð. Yfirhöfn að okkar skapi. Zara, 10.995 kr.
Sláin kemur sterk inn! Zara, 14.995 kr.

Sumir á bomsum

Klossuð og þykkbotna stígvél eru hámóðins þessa tíðina.

Klossaðir með kassalaga tá. Það er eitthvað ferskt við þessa týpu! En fylgir stóllinn nokkuð með? Zara, 19.495 kr.
Hugsanlega örlítið klæðilegri þessir? Okkur langar í þá! Zara, 14.995 kr.

Bissniss

Við erum veikar fyrir blazerum, hvað getum við sagt?

Þessi er sá nýjasta á óskalistanum okkar. Hann hreinlega öskrar Girl Boss! Zara, 10.995 kr.

Fyrirsætan Gia Garangi tæki sig vel út í þessum. Þvílík nostalgía! Zara, 10.995 kr.

Dress

Svona þegar við förum aftur út á lífið.

Töffaralegur gervileðurkjóll, 8.495 kr.
Þessi gæti verið á leiðinni að djamma á Tunglinu. Hönnunin minnir okkur skemmtilega mikið á djammtímabil tíunda áratugarins. Zara, 10.995 kr.

A-men

Stafamen er persónuleg gjöf.

Geggjað smart útgáfa af hinu sívinsæla stafameni og falleg skilaboð. 2.795 kr.

Það er aðeins ein þú.

Notendaupplýsingar

Gott fyrir þig að vita!

Netverslun Zara hefur verið hönnuð til að veita notendavæna upplifun við netkaupin en viðmót hennar er á ensku. Auk heimasíðunnar geta viðskiptavinir notast við snjallforrit Zara sem fáanlegt er fyrir bæði iOS og Android.

Viðskiptavinir geta valið að fá pantanir sínar heim að dyrum gegn gjaldi eða sótt í verslun Zara, þeim að kostnaðarlausu. Stöðluð heimsending kostar 795 krónur og er hún ókeypis ef verslað er fyrir meira en 9.995 krónur. Áætlaður sendingartími er 5-8 virkir dagar. Til að skila eða skipta vöru hafa viðskiptavinir möguleika á að senda þær tilbaka eða skila í verslun innan 30 daga.

Viðskipavinum Zara á Íslandi býðst að notast við alþjóðlegt þjónustuver Zara sem nú þegar er í boði á þeirra markaðssvæði, bæði netspjall og samfélagsmiðla þar sem tekið verður við fyrirspurnum varðandi greiðslu eða önnur atvik. Þjónustuverið verður opið mánudaga til föstudaga frá klukkan 9:30 til 19:00 og laugardaga frá klukkan 10:00 til 18:00. Viðskiptavinir geta einnig haft samband við verslun Zara í Smáralind.

Meira úr tísku

Tíska

40 sætustu sundfötin sumarið 2022

Tíska

10 beisik en ekki boring flíkur og fylgihlutir til að fjárfesta í fyrir sumarið

Tíska

Fjölhæfasta flíkin í fataskápnum

Tíska

Sumartískan-þetta er það eina sem þú þarft!

Tíska

Þetta trend er allstaðar!

Tíska

Karlatískan sumarið 2022

Tíska

30 vel valin dress í veisluna

Tíska

Hvað verður í tísku í vor og sumar?